Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Fréttir

Námskeið í smurbrauðslist
Smörrebrauðsjómfrúin Katla Gunnarsdóttir & matreiðslumeistarinn Ólöf Helga Jakobsdóttir bjóða upp á matreiðslunámskeið í klassísku smörrebrauði þar sem hægt er að njóta þess besta úr danskri matarhefð. Hráefnið, sem unnið er með á námskeiðinu, verður að miklu leyti beint frá býli í samvinnu við Matland. Skálað er í dönskum öl & snaps og að sjálfsögðu borðað…
Gleðilegt sumar
Gleðilegt sumar kæru lesendur og viðskiptavinir. Matland fagnar deginum alveg sérstaklega þar sem við erum eins árs í dag. Í tilefni afmælisins bjóðum við upp á 20% afslátt á grillpakkanum okkar vinsæla ásamt ferskum sirloin- og roastbeefsteikum frá Litla-Ármóti. Meyrara kjöt er vandfundið. Tilboðið gildir til miðnættis á föstudag. Afhendum skínandi glöð á föstudag og…
Uxakjöt frá Litla-Ármóti
Á Litla-Ármóti í Flóahreppi búa þau Hrafnhildur Baldursdóttir og Ragnar Finnur Sigurðsson ásamt þremur börnum sínum. Á bænum er nýlegt fjós þar sem er framleidd mjólk og kjöt. Mjólkurkýrnar eru ríflega 60 talsins en að auki hafa þau alið nautkálfa í sláturstærð í nokkur ár. Uxakjöt frá Litla-Ármóti er nú fáanlegt á Matlandi og verður…
Grænmetiskassar á Hvolsvelli
Matland kynnir með mikilli ánægju samstarf við Sveitabúðina Unu á Hvolsvelli. Matland býður íbúum á Hvolsvelli og í nágrenni áskrift að grænmetiskössum sem verða afhentir á föstudögum í rauða bragganum við Austurveg 4. Í Sveitabúðinni Unu er hægt að fá ýmsar fjölbreyttar vörur, s.s. kjöt frá bændum úr Rangárþingi, gjafa- og prjónavörur, listmuni, handverk og…
Hnýfill á Akureyri býður upp á þjóðlegar vörur og þróar nýjar
„Við sjáum mikla möguleika til frekari sóknar,“ segir Einar Örn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Hnýfils á Akureyri en fyrirtækið rekur fiskvinnslu og reykingu í húsnæði sínu við Óseyri í Sandgerðisbót. Sölusvæði Hnýfils er stórt, þeir sjá flestum mötuneytum í heimabænum fyrir fiski, fyrirtækjum og skólum og selja einnig umtalsvert magn um allt Norðurland sem og Austurland. Þá…
Elskuðustu naut landsins
Á bænum Tjörn á Mýrum í Hornafirði búa bræðurnir Halldór og Agnar Ólafssynir. Þeir eru ungir að árum en hafa tekið við búskap og rekstri á Tjörn. Matland selur úrvalskjöt frá þeim bræðrum. Nautabúskapurinn á Tjörn er lítill í sniðum en alls eru á þriðja tug nauta í eldi á bænum. Auk þess eru þeir…
Ferskt grænmeti frá Matlandi á Hellu
Matland býður í fyrsta sinn upp á afhendingu á grænmetiskössum á Hellu föstudaginn 24. febrúar næstkomandi. Kaupendur á Hellu og nágrenni geta framvegis nálgast sinn kassa á föstudögum í kjötbúð Villt & alið við Þingskála 4. Til þess að fá kassa þarf að skrá sig í vikulega, tveggja vikna eða mánaðarlega áskrift. Hægt er að…
Ölnautin í Hvammi eru alin á bjór
Matland hefur tekið í sölu takmarkað magn af ungnautakjöti frá Hvammi í Ölfusi sem er selt undir vörumerkinu Ölnaut. Kjötið er frábrugðið öðru nautakjöti á markaðnum fyrir þær sakir að nautin eru alin á bjórhrati, byggi og íslensku heyi alla sína ævi. Síðustu þrjá mánuðina fá þau einn til tvo lítra af bjór á dag…