Deila þessari síðu
Matland kynnir með stolti lífrænt mjólkurkálfakjöt frá Biobú. Kjötið kemur frá bændunum Dóru Ruf og Kristjáni Oddssyni á Neðra-Hálsi í Kjós.
Kálfakjötið er ljósara en kjöt af fullorðnum gripum og er bæði milt og ljúft á bragðið.
Um takmarkað magn er að ræða en í þetta sinn eru ýmsar steikur í boði, s.s. ribeye, lundir, filé og innralæri. Þá er kálfasnitsel loksins fáanlegt en það er nauðsynlegt ef útbúa á ekta vínarsnitsel. Lífrænt kálfahakk er einnig á boðstólum.
Brákarey í Borgarnesi sér um vinnsluna á kjötinu en Sláturhús Vesturlands er eina lífrænt vottaða stórgripahús landsins um þessar mundir.
Kálfakjötið verður afhent þriðjudaginn 12. september í Reykjavík en Matland býður líka upp á heimsendingu og að koma kjötinu á vöruflutningastöð sama dag.
Auk lífræna mjólkurkálfakjötsins fást lífrænir hamborgarar, nautgripahakk og BIO-hakkbollurnar vinsælu.
-
Lífrænt nautgripahakk – 3 pk x 500 g7.710 kr.
-
Bio hakkbollur – 2 pk x 500 g4.900 kr.
-
Lífrænir hamborgarar – 6 stk. í 3 pk4.122 kr.