Deila þessari síðu
Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari, var á dögunum útnefndur „Kjötmeistari Íslands“ þegar Meistarafélag kjötiðnaðarmanna hélt fagkeppni sína í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Sigurður rekur Pylsumeistarann við Hrísateig en hann er hvað þekktastur fyrir pylsur og álegg þar sem áherslan er lögð á fyrsta flokks hráefni og ekki eru notuð óþörf íblöndunarefni.
Sigurður vann fagkeppnina í ár en hann fékk alls fimm gullpeninga fyrir sínar vörur.
Meðal annars hlaut hann verðlaun fyrir rúllupylsu úr svínakjöti, EM-pylsuna víðfrægu og nýstárlega ærskinku.
Pylsumeistarinn og Matland eiga í góðu samstarfi en vörur sem keyptar eru í vefverslun okkar er hægt að nálgast í verslun Pylsumeistarans á Hrísateig 47 í Reykjavík. Matland óskar Sigurði innilega til hamingju með nafnbótina Kjötmeistari Íslands!