Deila þessari síðu
Matland mun bjóða Ísfirðingum upp á íslenska grænmetiskassa alla föstudaga. Fyrsta afhending verður fyrir vestan föstudaginn 30. ágúst næstkomandi. Kaupendur á Ísafirði og nágrenni geta nálgast sinn kassa hjá veitingastaðnum Húsinu á Hrannargötu 2.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði
Grænmetiskassarnir frá Matlandi innihalda eingöngu innlent grænmeti og rótarávexti. Að jafnaði eru á bilinu 8-11 tegundir í hverjum kassa en úrvalið er breytilegt eftir því hvað er ferskast hverju sinni. Kassarnir eru settir saman hjá Matlandi í Reykjavík en fjölbreyttur hópur íslenskra bænda sjá um að útvega grænmetið. Hver kassi kostar 5.985 krónur með flutningskostnaði.
Til þess að fá kassa þarf að skrá sig í vikulega, tveggja vikna eða mánaðarlega áskrift. Hægt er að segja upp áskriftinni eða gera hlé á henni með einföldum hætti á eigin svæði í vefverslun Matlands.
Dæmi um innihald í grænmetiskassa Matlands:
- Rucola kál frá Lambhaga, 75 g poki
- Blómkál frá Höllu á Hverabakka, 1 haus
- Gulrætur frá Auðsholti, 500 g
- Paprika frá Flúðajörfa, 1 stk.
- Toppkál frá Höllu á Hverabakka, 1 stk.
- Agúrka frá Sólskins, 1 stk.
- Tómatar frá Friðheimum, 500 g
- Rósasalat frá Hveratúni, 1 haus
Hér er hægt að skrá sig í áskrift að grænmetiskössum Matlands. Til þess að fá kassa í næstu viku þarf að skrá sig fyrir kl. 15 á mánudag. Viðskiptavinir frá SMS á föstudögum þegar kassarnir eru komnir á leiðarenda og óhætt að sækja þá.
Matland býður Ísfirðinga og nærsveitafólk velkomið í áskrift.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði
-
Nautasnitsel af 100% Angus frá Stóra-Ármóti2.209 kr. – 3.116 kr.
-
Brisket af 100% Angus frá Stóra-Ármóti8.824 kr. – 11.720 kr.
-
Íslenskar rækjur – innfjarðarrækja frá Vestfjörðum – 1 kg2.980 kr.
-
Grill-frampartssneiðar frá Árdal – Grænlamb2.964 kr. – 3.393 kr.
-
Eldfast mót – Rune – frá LOOK17.990 kr. – 19.990 kr.