Deila þessari síðu
Skelltu saman matarmiklu salati með ofnbökuðum laxi eða bleikju, stökku grænkáli, hráu spergilkáli og súrsætu epli. Þetta ferska salat er bæði mettandi og bragðgott og er fullkomnað með ferskri sinnepssósu.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 5.320 kr. / á mánuði
Aðferð
- Stillið ofninn á 200°C.
- Kryddið laxinn með salti, pipar og sítrónuberki. Setjið í olíuborið form og dreypið restinni af olíunni yfir laxinn. Setjið í miðjan ofn í um 20-25 mínútur eða þar til innri hiti er 52–56°C. Látið laxinn kólna aðeins og brjótið í bita.
- Sinnepssósa: Blandið öllu hráefninu í sinnepssósuna saman og kryddið með salti og pipar.
- Takið grænkálið í sundur og skerið í smærri bita, takið harða stilkinn frá. Skerið spergilkálið (brokkólíið) í bita, þar á meðal stilkinn. Setjið kál og spergilkál í skál með sítrónusafa og salti og nuddið þar til kálið mýkist.
- Kljúfið, kjarnhreinsið og skerið eplið í sneiðar. Blandið eplum, trönuberjum (eða granateplafræjum), graskersfræjum, laxi og helmingnum af sinnepssósunni út í salatið og blandið saman. Berið fram með restinni af dressingunni.
Hráefni
- 500 g laxa- eða bleikjuflök
- 3/4 tsk salt
- 1/2 tsk svartur pipar
- 1 msk fínt rifinn sítrónubörkur
- 3 msk ólífuolía (+ aukalega fyrir mótið)
- 200 g ferskt grænkál
- 1 haus brokkolí
- 2 matskeiðar nýkreistur sítrónusafi
- Ögn af salti (fyrir kálið)
- 1 epli
- 1/2 bolli þurrkuð trönuber (má líka nota granatepplafræ)
- 1/2 bolli graskersfræ
Sinnepssósa
- 2 dl hrein jógúrt eða sýrður rjómi
- 2 tsk Dijon sinnep
- 1 matskeið grófkornað sinnep
- smá salt
- svartur pipar eftir smekk
/ Heimild: Sænska tímaritið Buffé, nr. 10, 2023