Deila þessari síðu
Grænmetiskassa Matlands er nú hægt að nálgast á fimmtudögum í sjálfsafgreiðslustöðvum Pikkoló í Vatnsmýri í Reykjavík og við Byko í Breiddinni í Kópavogi. Fleiri afhendingarstaðir verða kynntir á næstu mánuðum. Þjónustan verður fyrst um sinn eingöngu í boði fyrir áskrifendur að grænmetiskössunum en í framtíðinni er markmiðið að koma fleiri vörum Matlands inn í Pikkolóstöðvarnar.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði
Öllu stjórnað með símanum
Pikkoló er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki með stóra hugsjón um að hjálpa fólki að nálgast mat- og dagvörur í nærumhverfi sínu með snjallari og umhverfisvænni hætti. Matland hóf samstarf við Pikkoló fyrr í sumar og fyrsta afhending var 22. júní í afhendingarstöðinni við Grósku.
Pikkolóstöðvarnar eru útbúnar með kælibúnaði og hver viðskiptavinur hefur aðgang að hólfi þar sem vörunum er komið fyrir. Öll samskipti eru rafræn og aðgangsstýring inn í Pikkolóstöðina fer fram í gegnum síma viðskiptavinarins.
Fyrirkomulagið er þannig að viðskiptavinir Matlands gerast áskrifendur að grænmetiskössunum og velja sinn afhendingarstað. Gjald fyrir afhendingu í Pikkoló er 850 kr. sem leggst ofan á áskriftarverð vörunnar. Enn sem komið er afgreiðir Matland eingöngu grænmetiskassa í áskrift hjá Pikkoló en með tíð og tíma er ætlunin að breikka vöruúrvalið og bjóða upp á aðrar kæli- og frystivörur.
Ragna framkvæmdastjóri inni í afhendingarstöðinni í Vatnsmýri. Rýmið er kælt og fá viðskiptavinir kóða í símann sinn sem opnar viðeigandi geymsluhólf. Mynd / TB
Þegar sendingin er komin í afgreiðslustöðina fær viðskiptavinur Matlands aðgangskóða í símann sinn og getur sótt vöruna þegar hentar. Pikkolóstöðvarnar eru kældar og aðgengilegar allan sólahringinn. Starfsfólk Pikkoló notar rafbíla til þess að ferja kassana frá Matlandi og í afgreiðslutstöðvarnar.
Fleiri Pikkolóstöðvar væntanlegar
Okkur á Matlandi finnst sérlega spennandi að hefja samstarfið við Pikkoló og vonumst til að viðskiptavinir okkar taki þessari nýjung fagnandi.
Þrjár nýjar Pikkolóstöðvar eru væntanlegar á höfuðborgarsvæðinu og verða kynntar til sögunnar bráðlega.
Pikkoló í Breiddinni í Kópavogi. Mynd / Pikkoló
Önnur afhendingarstöðva Pikkoló er fyrir framan Grósku í Vatnsmýri. Mynd / TB
Hér er hægt að panta grænmetisáskrift – veldu á milli vikulegs kassa, á hálfsmánaðar fresti eða mánaðarlega. Panta þarf fyrir kl. 15 á mánudegi til þess að fá kassa á fimmtudegi.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði