Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Fréttir

Sérmeyrnað lambakjöt frá Glitstöðum
Matland hefur til sölu fyrsta flokks sérmeyrnað lambakjöt frá fyrirmyndarbúinu Glitstöðum í Borgarfirði. Mjúkt og meyrt kjöt sem hefur fengið að hanga í sjö daga. Þegar kjötið fær að hanga minnkar vökvinn í því og það verður meyrara. Handverkssláturhúsið í Brákarey á heiðurinn af kjötvinnslunni og frágangi. Glitstaðir eru blandað bú með kýr og kindur…
Villiblómahunang frá Hveragerði
Íslenska Fífilbrekkuhunangið frá Hveragerði er nú komið á krukkur og er í boði á Matlandi í takmörkuðu magni. Hunangið er afrakstur býflugna sem safna frjókornum og blómasafa í hlíðum Reykjafjalls í Ölfusi. Flugurnar eru oft sjáanlegar í görðum í Hveragerði þar sem þær sækja í allskonar blóm t.d. fífla, víði, blóðberg, mjaðurt og ýmis garðablóm.…
Má bjóða þeir heilan lambaskrokk?
Matland býður upp á heila skrokka af lambakjöti frá bænum Miðhúsum á Ströndum. Það er fátt betra en að eiga nóg af lambakjöti í frystikistunni. Gæðalamb frá bændunum Viðari Guðmundssyni og Barböru Guðbjartsdóttur. Fyrsta afhending haustsins verður í Reykjavík þriðjudaginn 3. október.Boðið er upp á 4 tegundir af sögun: A. Bæði…
Meyrt kvígukjöt frá Glitstöðum
Matland býður upp á kvígukjöt frá Guðrúnu og Eiði á Glitstöðum. Þetta er kjötið sem margir matreiðslumenn elska og bændurnir sjálfir velja á sitt borð. Kjötið er búið að hanga í 14 daga og er afar meyrt og fínt. Svo er rúsínan í pylsuendanum - kvígan tekur ekki eins harkalega í pyngjuna eins og stóru…
Grænmetiskassar Matlands í boði á Selfossi
GK-bakarí við Austurveg á Selfossi bætist í hóp dreifingarstaða fyrir grænmetiskassa Matlands frá og með 25. ágúst næstkomandi. Það er ekki á önnur bakarí hallað þegar við fullyrðum að GK-bakarí er eitt vinsælasta kaffihús og handverksbakarí Suðurlandsundirlendisins. Með grænmetiskössum Matlands geta kaupendur gengið að glænýju grænmeti vísu og sumt sem er í kössunum er…
Fullt af nýju grænmeti í boði
Síðsumars er mikill annatími hjá garðyrkjubændum. Þurrkar í júlí hafa þó gert mörgum erfitt fyrir og útiræktað grænmeti er aðeins seinna á ferðinni en í meðalári. En þessa dagana sjáum við hverja tegundina á fætur annari streyma frá bændum. Matland setur allt það nýjasta sem til er í grænmetiskassana sem dreift er á fimmtudögum í…
Hreinræktað Aberdeen Angus holdanaut á Matlandi
Matland býður til sölu ungnautakjöt af hreinræktuðu Aberdeen Angus holdanauti frá Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti í Flóa. Kjötgæðin eru rómuð og kjötnýting mjög góð. Fallþungi nautsins sem Matland fékk í sinn hlut reyndist vera tæp 330 kg og flokkaðist í gæðaflokkinn UNR+3+. Nautið var einungis tæplega 14 mánaða við slátrun. Það var látið hanga í…
Matland í samstarf við Pikkoló
Grænmetiskassa Matlands er nú hægt að nálgast á fimmtudögum í sjálfsafgreiðslustöðvum Pikkoló í Vatnsmýri í Reykjavík og við Byko í Breiddinni í Kópavogi. Fleiri afhendingarstaðir verða kynntir á næstu mánuðum. Þjónustan verður fyrst um sinn eingöngu í boði fyrir áskrifendur að grænmetiskössunum en í framtíðinni er markmiðið að koma fleiri vörum Matlands inn í Pikkolóstöðvarnar.…
Grillsumarið á Matlandi
Matland býður upp á fjölbreytt úrval af kjöti sem hentar vel á grillið. Sumarið er komið og þá er við hæfi að svipta hulunni af grillinu. Hjá Matlandi er allt kjöt upprunamerkt bæjunum þaðan sem framleiðslan kemur. Við leggjum mikla áherslu á að viðskiptavinir séu vel upplýstir um vörurnar og þá framleiðendur sem standa að…