Deila þessari síðu
GK-bakarí við Austurveg á Selfossi bætist í hóp dreifingarstaða fyrir grænmetiskassa Matlands frá og með 25. ágúst næstkomandi. Það er ekki á önnur bakarí hallað þegar við fullyrðum að GK-bakarí er eitt vinsælasta kaffihús og handverksbakarí Suðurlandsundirlendisins.
Með grænmetiskössum Matlands geta kaupendur gengið að glænýju grænmeti vísu og sumt sem er í kössunum er ekki fáanlegt í hefðbundnum verslunum að staðaldri.
Fyrsta afhending á Selfossi verður föstudaginn 25. ágúst og svo á hverjum föstudegi þar á eftir. Til þess að fá kassa í fyrstu afhendingunni þarf að skrá sig í áskrift fyrir kl. 15 á mánudag. Sá kassi inniheldur meðal annars kóralkál frá Böðmóðsstöðum, litað blómkál frá Gróðri, tómata frá Varmalandi, gulrætur frá Grafarbakka, gúrku frá Gufuhlíð og sellerí frá Gróðri sem er nýkomið á markað. Mikið af vörunum í grænmetiskössum Matlands er frá sunnlenskum bændum.
Grænmetiskassarnir koma í bakaríið snemma dags og þeir sem hafa gerst áskrifendur fá sms-skeyti þegar má sækja.
Hvað er betra en að ná í sprúðlandi ferskt grænmeti og ná sér í helgarbrauð og bakelsi í leiðinni?
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði
Má bjóða þér einn kassa á viku, á tveggja vikna fresti eða mánaðarlega?
Það er Matland í samvinnu við Sölufélag garðyrkjumanna sem sjá til þess að neytendur fá alltaf nýuppskorið grænmeti og rótarávexti í einum kassa. Kassarnir eru breytilegir eftir því sem er ferskast hverju sinni en yfirleitt eru tegundirnar á bilinu átta til ellefu. Allt grænmeti er upprunatengt og geta viðskiptavinir séð innihald í hverjum kassa og upplýsingar um framleiðendur inni á vefsíðu Matlands.
Áskrifendur geta valið um að fá vikulega kassa, á tveggja vikna fresti eða mánaðarlega. Hver kassi kostar 4.700 í áskrift og við bætist 990 króna sendingargjald.
Einfalt og þægilegt að halda utan um áskriftina
Það er auðvelt að skrá sig í áskrift á www.matland.is og taka hlé, t.d. þegar fólk er á faraldsfæti. Að sama skapi er auðvelt að segja áskriftinni upp með nokkurra daga fyrirvara án skuldbindinga. Allt uppgjör er gert í gegnum örugga greiðslugátt á netinu.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði