Deila þessari síðu
Loðnuvertíðin gengur vel þrátt fyrir lægðagang og rysjótta tíð og góðar vonir eru um að náist að veiða upp í aflaheimildir. Flotinn er afkastamikill og nú þegar hefur tekist að veiða langt upp í heildarkvóta, 662 þúsund tonn. Frysting loðnuhrogna fyrir Japansmarkað hófst fyrir mánaðamót og hrognataka hefur nú staðið í um fjórar vikur.
Talið er að heildarverðmæti loðnuaflans í ár geti hlaupið á 60 milljörðum króna og vertíðin er sú stærsta síðan 2003.