Deila þessari síðu
Nú munu margir fagna og hverfa í huganum aftur í tímann þegar kartöfluafbrigðið HELGA var á hvers manns borði. Þær eru fágætari í dag en mörgum finnst Helgan vera besta matarkartaflan – en það er auðvitað smekksatriði. Matland býður upp á hornfirska Helgu í 5 kg pokum á hagstæðu verði.
Helgan er hnöttótt en stundum dálítið aflöng, með rauðbleikt hýði og gul að innan.
Helga er talin hafa myndast vegna stökkbreytingar á Eyvindi og Gullauga og svipar mjög til þess síðarnefnda nema hvað hýðið er rautt.
Helga Gísladóttir húsfreyja í Unnarholtskoti í Hrunamannahreppi fann um 1930 rauðleitar kartöflur í garði þar sem hún ræktaði afbrigðin Eyvind og Gullauga. Hún tók þessar kartöflur frá og ræktaði upp af þeim nýtt afbrigði sem er nefnt eftir henni.
-
Hornfirskar kartöflur – Helga – 5 kg2.540 kr.