Katla Gunnarsdóttir
Katla Gunnarsdóttir hefur í mörg herrans ár búið í kóngsins Köbenhavn. Þar starfar hún sem smurbrauðsjómfrú í Tivolihallen sem er gamall og rótgróinn smörrebrauðsstaður í miðbænum í eigu hinnar goðsagnakenndu Helle Vogt.
Katla skrifar pistla á Matland um danska smurbrauðið sem er allt í senn upphaf og endir hins ljúfa lífs.
Smörrebrauðsjómfrúin Katla býður upp á frokost og matreiðslunámskeið í klassísku smurbrauði í Kaupmannahöfn. Tilvalið fyrir ferðaglaða Íslendinga að skella sér dagpart í Tivolihallen og kynnast smurbrauðshefðinni úr innsta hring.
Upplýsingar um námskeiðin má finna á samfélagsmiðlum Kötlu @matkatla og á vefsíðunni matkatla.dk og í netfanginu katla@matkatla.dk
4 articles published