Deila þessari síðu
Síðsumars er mikill annatími hjá garðyrkjubændum. Þurrkar í júlí hafa þó gert mörgum erfitt fyrir og útiræktað grænmeti er aðeins seinna á ferðinni en í meðalári. En þessa dagana sjáum við hverja tegundina á fætur annari streyma frá bændum. Matland setur allt það nýjasta sem til er í grænmetiskassana sem dreift er á fimmtudögum í samvinnu við Sölufélag garðyrkjumanna og bændur. Til þess að fá kassa þarf að ganga frá pöntun fyrir kl. 15.00 á mánudögum eða skrá sig í áskrift.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði
Fáðu kassa vikulega, á tveggja vikna fresti eða mánaðarlega
Kassarnir eru breytilegir eftir því sem er ferskast hverju sinni en yfirleitt eru tegundirnar á bilinu átta til ellefu. Þeir sem gerast áskrifendur geta valið um að fá vikulega kassa, á tveggja vikna fresti eða mánaðarlega.
Kassarnir eru afhentir á höfuðborgarsvæðinu milli 16.00-18.00 á fimmtudögum í verslun Pylsumeistarans á Hrísateig í Reykjavík og komið fyrir í dreifingarstöðvum Pikkoló í Kópavogi og í Vatnsmýri í Reykjavík. Keyrt er út síðdegis og fram á kvöld til viðskiptavina sem kjósa heimsendingu. Einnig sent með vöruflutningum Samskipa um allt land. Afhendingarstaðir á föstudögum eru kjötbúð Villt & alið á Hellu og Sveitabúðin Una á Hvolsvelli.
Gulræturnar eru komnar og kartöfluuppskeran lítur vel út.
Verið velkomin í viðskipti við Matland!
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði
-
Nautagúllas af Angus frá Stóra-Ármóti – 3 x 500 g5.985 kr.
-
Grillpakki #1 – Hamborgarar, nautakjöt og pylsur13.490 kr.