Deila þessari síðu
Í Melasveitinni undir Hafnarfjalli á nýbýlinu Narfaseli rækta svissnesku hjónin Laurent og Lola ýmiskonar grænmeti. Þau eru byrjuð að uppskera og bjóða upp á takmarkað magn í sumar af nokkrum tegundum í einum kassa hjá Matlandi. Úrvalið er breytilegt eftir því hvað er til hverju sinni en innihald hvers kassa verður auglýst með góðum fyrirvara.
Fyrsti kassinn sem hjónin í Narfaseli bjóða á Matlandi inniheldur eftirfarandi:
- 2 búnt af gulrótum
- 1 Daikon radísa
- 1 búnt af beðju (e. Swiss chard)
- 1 búnt af grænkáli
- 1 hvítkálshaus
Grænmetið í kassa #1 verður keyrt út til viðskiptavina seinni part dags fimmtudaginn 21. júlí. Einnig er hægt að sækja kassa síðla fimmtudags sem búið er að panta í verslun Pylsumeistarans við Hrísateig 47 í Reykjavík.
Grípið tækifærið og fáið eins ferskt grænmeti og hugsast getur. Ræktað af alúð og kærleika hjá Lolu og Laurent.
Ítarefni
Daikon radísur hafa stökka áferð og líkjast stórri gulrót. Bragðið er mildara en annarra radísuafbrigða og er lýst sem örlítið sætum en samt krydduðum.
Beðja (e. swiss chard). Nanna Rögnvaldardóttir á uppskrift að ljúffengum beðjuvefjum. Sjá hér.
Grænkál: Steikt grænkál með sveppum frá Nönnu Rögnvaldardóttur: Sjá hér.
Gulrætur: Dásamleg uppskrift að gulrótarsúpu úr smiðju Nönnu Rögnvaldar. Sjá hér.
-
Grænmetisblanda1.990 kr.