Deila þessari síðu
Bændurnir Hjalti Egilsson og Birna Jensdóttir á Seljavöllum í Nesjum í Hornafirði hafa getið sér gott orð fyrir kartöflurækt. Matland kíkti í heimsókn á Seljavelli en þar eru ræktaðar kartöflur á rúmum 8 hekturum lands. Hluti af görðunum er undir ábreiðum svo kartöflurnar vaxi hraðar og komi fyrr á markað. Hornafjörðurinn hefur mikla sérstöðu í íslenskri kartöflurækt þar sem bændur hafa passað upp á að vera eingöngu með eigið útsæði. Þannig hafa þeir náð að halda ýmsum kartöflusjúkdómum víðs fjarri í gegnum árin.
Hornfirsku kartöflurnar eru rómaðar fyrir gæði og gott bragð.
Matland býður til kartöfluveislu á fimmtudögum
Frá fyrsta vetrardegi verður kartöfluafbrigðið Helga frá bændunum á Seljavöllum í boði í Markaðnum á Matlandi í 5 kílóa pokum. Kartöflurnar úr Hornafirðinum eru sendar til Reykjavíkur degi fyrir afhendingu. Viðskiptavinir Matlands geta annað hvort sótt kartöflurnar síðdegis á fimmtudögum í verslun Pylsumeistarans eða fengið þær sendar heim gegn vægu gjaldi.
-
Hornfirskar kartöflur – Helga – 5 kg2.540 kr.
-
Grænmetisblanda1.990 kr.