Deila þessari síðu
Við á Matlandi tölum fyrir því að fólk geri áætlanir og skipuleggi sig fram í tímann þegar kemur að matarinnkaupum. Það er oft hagkvæmara að kaupa inn í stórum skömmtum og geyma í frysti. Sparar líka sporin út í búð sem getur verið tímafrekt og jafnvel streituvaldandi. Tölum ekki um minni matarsóun sem er mál málanna í dag!
En hvað þarf að kaupa mikið svo allir fái örugglega nóg?
Magn á mann
Leiðbeiningamiðstöð heimilanna er sannkallaður viskubrunnur en þar er hægt að fá upplýsingar um alla mögulega hluti sem varða heimilisreksturinn. Eitt af því sem þar er að finna eru eftirfarandi tölur um magn á mann, t.d. við undirbúning veislna eða vegna innkaupa.
Hafa þarf í huga hvað fólk borðar mikið og á hvaða aldursbili það er. Börn og eldra fólk borðar oft minna en unglingar og yngra fólk.
Forréttir
Súpa 2-2 ½ dl
Fiskur/kjöt 50-75 g
Aðalréttir
Kjöt án beina 200-250 g
Kjöt með beinum 250-400 g Fer eftir kjötteg.
Kjöt í pottrétti 150-200 g
Kjöthakk 150-200 g
Fiskur án beina 200-250 g
Fiskur m/beinum 250-300 g
Fiskisúpa sem aðalréttur 150-175 g fiskur, rækjur, humar o.þ.h. + grænmeti að auki
Meðlæti
Kartöflur 150-175 g
Soðið grænmeti 100-150 g
Hrátt grænmeti 150-180 g
Hrísgrjón/ósoðin ½ -1 dl
Pasta/ósoðið 125 g
Sósa 1/2 – 1 dl
Brauð 100-150 g
Eftirréttir
Ís/búðingar 2 dl
Terta 1 sneið
Ostur 75-100 g
Ávextir/ferskir 50 g
Kransakaka 50 g
Konfekt 2-3 molar
Kaffi og önnur drykkjarföng
Gera má ráð fyrir 45 g af kaffi á móti 1 lítra af vatni í venjulega kaffivél en 70 g í líter af vatni fyrir espressó kaffi.
1 l gefur 8 bolla og reikna skal 1-2 bolla á mann.
Öl og gos er óhætt að reikna 2-3 glösum á mann, sem taka 2,5 dl hvert.
Leiðbeiningamiðstöðin veitir engin ráð um víndrykkju eða bjórþamb. Þar verða lesendur að ræða við ÁTVR eða aðra sérfróða á því sviði.
Heimild: Leiðbeiningamiðstöð heimilanna