Deila þessari síðu
Matland kynnir með mikilli ánægju samstarf við Sveitabúðina Unu á Hvolsvelli. Matland býður íbúum á Hvolsvelli og í nágrenni áskrift að grænmetiskössum sem verða afhentir á föstudögum í rauða bragganum við Austurveg 4. Í Sveitabúðinni Unu er hægt að fá ýmsar fjölbreyttar vörur, s.s. kjöt frá bændum úr Rangárþingi, gjafa- og prjónavörur, listmuni, handverk og minjagripi, fatnað og margt fleira.
Matland, í samvinnu við Sölufélag garðyrkjumanna og fleiri bændur, raðar saman í einn kassa nýjasta og ferskasta íslenska grænmetinu sem er á markaðnum hverju sinni. Alltaf breytilegt innihald og á bilinu 8-11 tegundir.
Langar þig að fá reglulega kassa af sprúðlandi fersku og nýju íslensku grænmeti?
Til þess að fá kassa þarf að skrá sig í áskrift á Matlandi. Þú ræður hvort þú færð mánaðarlegan kassa, á tveggja vikna fresti eða vikulega. Alltaf hægt að setja áskrift á bið eða hætta með stuttum fyrirvara.
Allar upplýsingar um Matland og skráning í áskriftina er að finna hér á www.matland.is
Verið velkomin í viðskipti við Matland, íbúar á Hvolsvelli og í nærsveitum.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði