Skip to content Skip to sidebar Skip to footer
Laufey Rós Hallsdóttir

Laufey Rós Hallsdóttir

Laufey Rós Hallsdóttir er menntaður matartæknir og er eigandi Sjoppunnar á Eskifirði þar sem hún býður upp á ekta heitan heimilismat í hádeginu. Hún hefur líka séð um veislur, unnið á veitingastaðnum Randúlffsjóhúsi og útbúið landsfrægar brauðtertur og nýbökuð brauð. Áður starfaði Laufey m.a. sem matráður á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði. Þar var heimilisfólk með sannkallaða matarást á Laufeyju en hún hefur í gegnum tíðina verið dugleg að taka myndir og segja frá sínu starfi á samfélagsmiðlum. Hún leggur áherslu á að vinna matinn frá grunni og nýta vel það hráefni sem hún er með hverju sinni.

Laufey er alin upp við hefðbundinn heimilismat og vill að einfaldleikinn fái að njóta sín - ekki síst til að stuðla að minni matarsóun.

23 articles published