Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Fréttir

Í fyrsta sinn sem ærskinka er á boðstólum
Smátt og smátt bætast fleiri matvörur í Markaðinn hér á Matlandi. Nýjasta varan er ærskinka sem nú er fáanleg í fyrsta sinn á Íslandi, svo vitað sé. Heiðurinn af skinkunni á Sigurður Haraldsson sem var útnefndur Kjötmeistari Íslands 2022 í vetur. Sigurður gerði sér lítið fyrir og fékk gullverðlaun fyrir ærskinkuna í fagkeppni kjötiðnaðarmanna sem…
Alíslenskt korn í nýju súrdeigsbrauði
Þau tímamót urðu á dögunum að hægt er að kaupa súrdeigsbrauð sem inniheldur að öllu leyti íslenskt korn. Það eru bræðurnir Sigfús og Guðmundur Guðfinnssynir í handverksbakaríinu Brauðhúsinu í Grímsbæ í Reykjavík sem eiga heiðurinn af brauðbakstrinum. Þeir hafa bakað lífræn súrdeigsbrauð frá árinu 1990 en hingað til notað erlent korn í baksturinn að mestu.…
Bændur og smáframleiðendur leiða saman hesta sína
Beint frá býli (BFB) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) hafa undirritað samkomulag sem kveður á um náið samstarf. Meðal annars munu félögin vera með sameiginlegan fjárhag og framkvæmdastjóra.Samstarfið var innsiglað á aðalfundi Beint frá býli, sem haldinn var sunnudaginn 24. apríl. Þar var samþykkt mótatkvæðalaust að félagið yrði aðildarfélag inni í Samtökum smáframleiðenda matvæla.…
„Veislan er óður til matarins og landsbyggðarinnar“
Glænýir íslenskir matar- og ferðaþættir verða á dagskrá Ríkissjónvarpsins á næstu vikum. Þættirnir heita Veislan en þar munu félagarnir Gunnar Karl Gíslason matreiðslumeistari á Dilli og Halldór Laxness Halldórsson, Dóri DNA, vínspekúlant og skemmtikraftur ferðast um landið og njóta lífsins lystisemda.„Þættirnir fjalla um mat, landið okkar, landslagið, matar- og tónlistarmenningu á Íslandi í…
Gróðurhús í Öxarfirði og grænir iðngarðar á Reykhólum fá styrki
Innviðaráðuneytið hefur úthlutað 120 milljónum króna í styrki til átta verkefna sem ætlað er að efla byggðir landsins. Greint er frá því að vef ráðuneytisins að styrkirnir renni til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024.Meðal verkefna sem tengjast matvælaframleiðslu eru styrkir til jarðhitanýtingar í gróðurhúsum í Öxarfirði og…
Danir ætla að verða fyrstir með loftslagsmerkingar á mat
Matvælaráðherra Danmerkur, Rasmus Prehn, hefur skipað vinnuhóp sem er ætlað að leggja drög að merki sem segir til um kolefnisfótspor matvæla. Áður en árið er úti á hópurinn að skila tillögum til ráðherra um merki sem lýtur opinberu eftirliti og matvælaframleiðendum er frjálst að nota. Þetta kemur fram í Landbrugsavisen.„Danmörk á formlega að verða…
Reynar Ottósson er framkvæmdastjóri hjá Whale Safari
Fullbókað í hvalaskoðun næstu vikurnar
Vinsældir hvalaskoðunar við Íslandsstrendur hafa vaxið gríðarlega síðustu áratugi og nú er svo komið að fjölmörg fyrirtæki sigla árið um kring með fólk til funda við hinar tignarlegu skepnur. Mörg hundruð störf hafa skapast í kringum þessa skemmtilegu náttúruupplifun og útlit er fyrir að þeim fjölgi á næstu árum. Í kringum Reykjavík eru góðar aðstæður…
Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Sigurður Haraldsson, kjötiðnaðarmeistari, var á dögunum útnefndur „Kjötmeistari Íslands“ þegar Meistarafélag kjötiðnaðarmanna hélt fagkeppni sína í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Sigurður rekur Pylsumeistarann við Hrísateig en hann er hvað þekktastur fyrir pylsur og álegg þar sem áherslan er lögð á fyrsta flokks hráefni og ekki eru notuð óþörf íblöndunarefni.Sigurður vann fagkeppnina í ár…