Smátt og smátt bætast fleiri matvörur í Markaðinn hér á Matlandi. Nýjasta varan er ærskinka sem nú er fáanleg í fyrsta sinn á Íslandi, svo vitað sé. Heiðurinn af skinkunni á Sigurður Haraldsson sem var útnefndur Kjötmeistari Íslands 2022 í vetur. Sigurður gerði sér lítið fyrir og fékk gullverðlaun fyrir ærskinkuna í fagkeppni kjötiðnaðarmanna sem…
