Deila þessari síðu
Matland býður í fyrsta sinn upp á afhendingu á grænmetiskössum á Hellu föstudaginn 24. febrúar næstkomandi. Kaupendur á Hellu og nágrenni geta framvegis nálgast sinn kassa á föstudögum í kjötbúð Villt & alið við Þingskála 4. Til þess að fá kassa þarf að skrá sig í vikulega, tveggja vikna eða mánaðarlega áskrift. Hægt er að segja upp áskriftinni eða gera hlé á henni með einföldum hætti á eigin svæði í vefverslun Matlands.
Hingað til hafa grænmetiskassarnir verið afhentir á höfuðborgarsvæðinu og sendir með vöruflutningum Samskipa út á landsbyggðina. Með því að afhenda kassana á einum stað hjá Villt & alið í stað þess að senda einn kassa til hvers kaupanda næst að lækka kostnað við flutning til muna. Hver kassi kostar 4.700 krónur en að auki bætist við 990 króna flutningskostnaður.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 5.320 kr. / á mánuði
Innlent og upprunamerkt
Grænmetiskassarnir frá Matlandi innihalda eingöngu innlent grænmeti og rótarávexti. Að jafnaði eru á bilinu 8-11 tegundir í hverjum kassa en úrvalið er breytilegt eftir því hvað er ferskast hverju sinni. Sölufélag garðyrkjumanna í Reykjavík sér um að fylla á kassana en hráefnið er að mestu frá bændum innan þeirra vébanda. Matland leggur metnað í að geta uppruna alls grænmetis sem er í boði hverju sinni. Í kössunum eru sumar vörurnar í umbúðum og aðrar ekki. Matland vill lágmarka umbúðanotkun en stundum er grænmetið innpakkað til þess að varðveita gæði.
Dæmi um innihald í grænmetiskassa #8:
- Rósasalat frá Hveratúni, 1 haus
- Paprikur frá Flúðajörfa, 2 stk.
- Tómatar frá Friðheimum, 6 stk, 500 g
- Klettasalat frá Hveratúni, 1 pk.
- Basilíka frá Ártanga, 1 pottur
- Kokteiltómatar frá Brún, 1 box
- Flúðasveppir frjá Flúðum – 250 g
- Grand salat frá Hveratúni, 1 stk.
- Agúrka frá Gufuhlíð, 1 stk.
- Gulrætur frá Flúðajörfa, 500 g
Vilt þú dreifa grænmeti fyrir Matland?
Matland mun á næstu vikum kynna nýja dreifingarstaði fyrir grænmetiskassana utan höfuðborgarsvæðisins. Áhugasamir dreifingaraðilar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í netfangið matland@matland.is.





























Hér er hægt að skrá sig í áskrift að grænmetiskössum Matlands.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 5.320 kr. / á mánuði