Deila þessari síðu
Það er aldrei nóg til af fiskréttum, enda varla hægt að borða of mikið af þessu gæða próteini sem við höfum aðgang að hér á Íslandi. Þessi réttur kom upp úr kafinu eftir langan og erfiðan dag. Ýmislegt sem til var í ísskápnum og matargerðin tók ekki langan tíma. Rétturinn bragðaðist vel og allir sælir. Fátt jafnast á við góðan fiskrétt eftir annasaman dag.
Hráefni
- Þrjú flök eða um 1300 g þorskur eða annar sambærilegur fiskur
- ½-1 græn paprika, skorin í teninga
- ½ dós ananas í bitum (ég skar bitana til helminga því þeir voru svolítið stórir)
- 350-400 g Wok Mix (ég var með Euro Shopper sem hentar vel)
- Rifinn ostur (ég var með gratínost)
- Fiskikrydd frá Pottagöldrum
- Lime Pepper frá Santa Maria og smá Chili Explosion einnig frá Santa Maria.
-
Grænmeti í áskrift –Frá: 4.995 kr. / á mánuði
Aðferð
Skerið fiskinn í hæfilega bita og raðið í smurt eldfast mót. Hafið þétt raðað.
Kryddið fiskinn með salti og pipar og öðrum kryddum.
Setjið fiskinn inn í forhitaðan ofn við 190°C í um 15 mín. Takið hann svo út og hellið mesta vökvanum af og leyfið fiskinum að standa á meðan þið klárið sósuna.
Sósa
- 50 g smjör
- 40 g hveiti
- 1 teningur kjúklingakraftur
- 2 tsk karrý, milt
- 1 tsk karrý, sterkt frá Pottagöldrum
- 2 dl rjómi
- 4 dl mjólk
- 1 ½ dl vatn
- 3 tsk Red curry paste
- Salt og pipar eftir smekk
- 2 tsk graslaukur, þurrkaður
- 1 tsk steinselja, þurrkuð
- 1 tsk laukduft frá Pottagöldrum
- 1 tsk Aromat
- ½ tsk msg (má sleppa)
- Smá skvetta eftir smekk af ananassafa
Bræðið smjörið í potti og bætið svo þurru karrý-kryddunum saman við og eldið í augnablik. Hrærið allan tímann og passið að það brenni ekki, ekki hafa á háum hita. Bætið svo hveitinu saman við og búið til bollu, hrærið saman í 1-2 mínútur.
Bætið næst vökvanum varlega saman við og hrærið á meðan þar til kekkjalaust.
Setjið kjúklingakraftinn saman við og þar næst kryddin og ananassafann og smakkið til. Látið sjóða þar til sósan þykknar. Ef ykkur finnst hún of þykk er allt í lagi að bæta smá vatni eða mjólk saman við.
Dreifið Wok mixinu (hafið það þiðið og kreystið mesta vökvann af) jafnt yfir fiskinn. Síðan paprikunni og þar næst ananasbitunum.
Ausið svo karrýsósunni yfir þetta allt saman þannig allt sé vel þakið sósu og dreifið rifnum osti yfir.
Setjið inn í heitan ofn við 190°C í 20-25 mín þar til osturinn hefur tekið fallegan lit.
Berið fram með kartöflum eða hrísgrjónum ásamt góðu brauði eða hvítlauksbrauði.
-
Taðreyktur lax – heilt eða hálft flak4.790 kr. – 9.340 kr.
-
Reykt ýsa – roðlaus í bitum – 1 kg4.170 kr.
-
Grænmeti í áskrift –Frá: 4.995 kr. / á mánuði
-
Flögusalt frá Saltverki1.295 kr.
-
Léttsaltaðar gellur3.730 kr.