Deila þessari síðu
Biobú hefur framleitt lífrænt vottaðar mjólkurafurðir um árabil. Fyrir nokkrum mánuðum hóf fyrirtækið sölu á lífrænt vottuðu nautakjöti. Sláturhús Vesturlands sér um slátrun og vinnslu en húsið fékk lífræna vottun í fyrra, eitt stórgripasláturhúsa á landinu um þessar mundir. Allt hráefni í kjötvörunum frá Biobú kemur frá tveimur búum, Búlandi í Austur-Landeyjum og Neðra-Hálsi í Kjós.
Hvað er sérstakt við kjöt frá lífrænum búum?
Biobú hefur í kynningarefni tilgreint þrjár góðar ástæður fyrir því að velja lífrænt:
1. Af heilbrigðisástæðum
Með því að velja vottuð lífræn matvæli ert þú að forðast sjálfkrafa mörg hættuleg aukaefni í matvælum – eins og gervisætuefni (aspartam, súkralósa) og gervimatvælafitur, rotvarnarefni og fleira sem er bannað að nota í lífrænni framleiðslu. Öll aukaefni notuð í matvinnslu verða að vera af lífrænum uppruna. Allt sem er genabreytt er einnig bannað.
2. Af umhverfisástæðum
Í lífrænni framleiðslu er bannað að nota auðleystan tilbúinn áburð og kemísk varnarefni gegn skordýrum og illgresi. Við lífræna ræktun verður engin mengun vegna kemískra efna auk þess sem útskolun á næringarefnum er haldið í lágmarki. Lífræn ræktun byggist á því að viðhalda lokaðri hringrás næringarefna, þar sem notuð eru öll þau lífrænu næringarefni sem til falla á búinu sjálfu.
3. Af dýravelferðarástæðum
Í lífrænum búskap er dýrum ætlaður betri aðbúnaður en almennar reglur segja til um. Það er gert til að dýrin geti hreyft sig meira og betur notið eðlislægrar hegðunar. Betri aðbúnaður og lífrænt ræktað fóður, þar sem ekki er fóðrað m.t.t. hámarksafurða, er okkar leið til að skapa heilbrigðan bústofn, þar sem lyfjanotkun er að mestu óþörf.
Lífrænt kjöt fæst hjá Matlandi
Matland selur vörur frá Biobúi. Meðal þess sem er á boðstólum er lífrænt kálfahakk, nautgripahakk, hamborgarar, gúllas og hinar vinsælu Bio-kjötbollur. Þá býður Matland einnig upp á samsettan pakka með lífrænu nautakjöti og flösku af lífrænni ólífuolíu frá Clemen á Spáni.
-
Lífræn Tomahawksteik frá Eyði-Sandvík4.246 kr. – 6.801 kr.
-
Lífræn T-beinssteik frá Eyði-Sandvík3.886 kr. – 5.714 kr.
-
Lífræn mjaðmasteik frá Eyði-Sandvík3.259 kr. – 4.726 kr.
-
Lífrænt nautgripahakk – 3 pk x 500 g7.710 kr.
-
Product on saleLífræni kjötpakkinn frá BiobúOriginal price was: 23.008 kr..21.390 kr.Current price is: 21.390 kr..
-
Bio hakkbollur – 2 pk x 500 g4.900 kr.
-
Lífrænir hamborgarar – 6 stk. í 3 pk4.122 kr.
-
Lífrænt nautgripagúllas – 3 pk x 500 g7.620 kr.