Deila þessari síðu
Roastbeef smörrebrauðsstykkið er í miklu uppáhaldi hjá flestöllum, en uppruninn er jú, afgangur af steikinni frá kvöldinu áður. Kjötið er sneitt þunnt og listilega lagt upp dagana á eftir í hádegismat, parað með remúlaði, sultuðum agúrkum og steiktum lauk. Í lokin er skreytt með fersk-skrapaðri piparrót og karsa.
Hráefni
Innra læri af nauti, einnig er hægt að nota kálfakjöt, en það er ívið ljósara að sjá.
Aðferð
Innralærið er vel saltað og piprað. Síðan steikt á pönnu á háum hita, því næst í ofninn á 225°C, alla jafna eru 20-25 mínútur nóg – en fer þó eftir stærð bitans. Til að vera alveg viss er gott að nota kjöthitamæli og taka kjötið út við 53-55 gráður.
Kjötið er eldað daginn áður en það er sneitt niður. Það er mikilvægt að kjötið hvíli vel í kæli áður en það er skorið í þunnar sneiðar.
Sneiðarnar eru skornar þunnt í áleggsskera. Ef skorið er með hníf þá eru 3 sneiðar á hverju rúgbrauði en að öllu jöfnu ber hvert smörrebrauð 4-5 sneiðar af kjöti ef það er þunnt skorið.
Gott er að hafa allt meðlæti tiltækt þegar lagt er í smörrebrauðsgerðina.
Hnífurinn er notaður til að skrapa piparrótina.
Meðlæti með klassísku roastbeef:
- Rúgbrauð með smjöri og salatblað. Kjötið lagt upp og meðlætið eftir smekk.
- Remúlaði, sultaðar gúrkur, tómatsneið, steiktur laukur, skröpuð piparót og karsi.
Parísarbuff & tartar
Innralæri er líka notað fyrir tartar og Parísarbuff. En þá er innralærið sett í hakkavél.
Til að ná góðri áferð er best að hakka kjötið þrisvar í vélinni.
Í hvern skammt þarf um 90 g af kjöti fyrir tartar og 120 g fyrir Parísarbuffið.
Gott er að nota stóran grænmetishníf með flötu hnífsblaði til að fletja út hakkaða kjötið. Skera á kantana og lyfta svo af brettinu með laxahníf.
Meðlæti með klassísku tartar:
- Rúgbrauð með smjöri og lítið salatblað. Kjötið lagt upp og meðlætið eftir smekk.
- Hakkaður rauðlaukur, kapers, pickles, skröpuð piparót og karsi.
- 1-2 eggjarauður
Meðlæti með klassísku Parísarbuffi:
- Fransbrauðssneið, helst dagsgömul. Brauðið er smjörristað (í góðri klípu af smjöri og rapsolíu) á pönnu áður en kjötið er steikt.
- Sultaðar rauðbeður og hakkaður rauðlaukur, pickles, kapers, skröpuð piparrót og karsi.
- 1-2 eggjarauður
-
Taðreyktur lax – heilt eða hálft flak4.790 kr. – 9.340 kr.
-
Graflax – heilt eða hálft flak3.890 kr. – 7.540 kr.
-
Grænmeti í áskrift –Frá: 4.995 kr. / á mánuði
-
Flögusalt frá Saltverki1.295 kr.
-
Pylsur frá Pylsumeistaranum884 kr. – 1.530 kr.