Deila þessari síðu
Lambahryggur er ómissandi á páskum. Hér er vönduð uppskrift þar sem íslenska lambakjötið fær svo sannarlega að njóta sín með kartöflusmælki og gómsætri soðsósu.
Hráefni
1 lambahryggur
Salt og pipar
2 msk. olía
10 gr timían, rifið af stilkunum
10 gr rósmarín, rifið af stilkunum og saxað
30 gr möndlur
Kartöflusmælki
600 gr kartöflusmælki
100 gr smjör
30 gr graslaukur fínt skorinn
Salt og pipar
Soðsósa með kardimommum og kanil
600 ml lambasoð eða nautasoð
100 gr smjör
1 stjörnuanís
2 heilar kardimommur
1 msk púðursykur
1 kanilstöng
3 msk eplaedik
Hitið ofninn í 120°C, nuddið olíu á hrygginn og saltið. Timían og rósmarín dreift vel yfir hrygginn. Ofnsteikið í 2 tíma eða þar til kjarnhitinn er kominn í um 58°c. Mælt er með því að nota kjarnhitamæli.
Takið hrygginn út og hækkið hitann í 220°c. Hryggurinn settur aftur inn í 10 mín eða þar til skorpan er orðinn fagur brúnuð.
Leyft að hvíla í minnst 10 mín áður en hann er skorinn. Skreytt með möndlum, timian og rósmarín.
Sjóðið kartöflur í 20 mín eða þar til þær eru mjúkar í gegn. Á meðan er smjörið brætt í potti. Sigtið vatnið frá og setjið í skál ásamt smjöri og graslauk. Smakkið til með salt og pipar eftir smekk .Soðsósa með kardimommum og kanil3
Blandið öllu nema smjöri saman í pott. Sjóðið niður um helming og sigtið, látið suðuna koma upp aftur og takið af hellunni og pískið smjörinu saman við í litlum bitum. Passið að sósan sjóði ekki aftur eftir að smjörinu er bætt út í, því þá skilur hún sig.
Hér má líka nota nauta og kjúklingasoð.
/Birt með góðfúslegu leyfi Icelandic Lamb.