Deila þessari síðu
Frá MATLANDI fékk ég LÍFRÆNT KÁLFAHAKK, svona líka strangheiðarlegt og ljómandi gott. Úr hakkinu góða varð smalabaka (e. Shepherd’s pie) .
Matland býður upp á lífrænt vottað kjöt frá Biobú. Í lífrænni ræktun er bannað að nota tilbúinn áburð og illgresis- og skordýraeitur. Þá eru strangari reglur um aðbúnað dýra en í hefðbundnu búfjárhaldi.
Það er ekki oft sem maður rekst á kálfahakk úti í búð en það er ljósara en kjöt af fullorðnum gripum. Hjá Matlandi er hægt að kaupa fimm hálfs kílóa pakka í einu og fá senda beint heim að dyrum eða sækja í verslun Pylsumeistarans við Hrísateig í Reykjavík. Gott að eiga í frystinum þegar þarf að grípa til.
Grunnurinn í smalaböku er hakk í sósu, kartöflumús ofan á sem síðan er bakað í ofni. Til eru fjölmargar uppskriftir og varla hægt að segja að einhver ein sé sú rétta. Margir nota gulrætur og grænar baunir úr dós í smalaböku í staðinn fyrir frosnu baunirnar og maísbaunir. Þægilegur, einfaldur og góður matur.
Hráefni
3 msk ólífuolía
1 laukur
500 g kálfahakk
1 tsk rósmarín
1 tsk timían
salt og pipar
2-3 hvítlauksrif, söxuð
3 msk tómatpuré
kjötkraftur
smá vatn (ef þarf)
2 msk hveiti
1,5 dl frosnar grænar baunir
1 dl niðursoðnar maísbaunir
steinselja
Aðferð
Saxið laukinn og steikið í olíu. Bætið við hakki og látið malla. Bætið við rósmaríni, timían, salti, pipar og hvítlauk, tómatpuré, nautakrafti og vatni.
Sjóðið í nokkrar mínútur. Slökkvið undir, stráið hveitinu yfir og hrærið því síðan saman við.
Bætið við grænum baunum og maís.
Setjið í eldfast form, kartöflumús yfir og bakið við 175°C í um 30 mínútur eða þangað til kartöflumúsin hefur tekið lit.
Fleiri uppskriftir frá Alberti má finna á vefnum www.alberteldar.is
Lífrænt kjöt frá Biobúi
Á vefsíðu Markaðarins á Matlandi segir: Kálfahakk í 500 g umbúðum. Alls 5 pakkar. Frosið hakk sem er án allra aukaefna. Kálfahakk er ljósara en kjöt af fullorðnum gripum. Milt og ljúft bragð og hæfilegt fitumagn.
Framleiðandi kálfahakksins er Biobú. Kjötið kemur af gripum frá Neðra-Hálsi í Kjós. Kúabú sem er lífrænt vottað. Gripunum er slátrað í Sláturhúsi Vesturlands í Brákarey sem er eina lífrænt vottaða stórgripasláturhús landsins um þessar mundir.
-
Lífrænir hamborgarar – 6 stk. í 3 pk4.122 kr.
-
Lífrænt nautgripagúllas – 3 pk x 500 g7.620 kr.