Deila þessari síðu
Íslenska Fífilbrekkuhunangið frá Hveragerði er nú komið á krukkur og er í boði á Matlandi í takmörkuðu magni. Hunangið er afrakstur býflugna sem safna frjókornum og blómasafa í hlíðum Reykjafjalls í Ölfusi. Flugurnar eru oft sjáanlegar í görðum í Hveragerði þar sem þær sækja í allskonar blóm t.d. fífla, víði, blóðberg, mjaðurt og ýmis garðablóm.
Sabine við býflugnabúið. Flugurnar búa til hunangið sem safnast í rammana.
Til að búa til eina teskeið af hunangi þurfa býflugurnar að heimsækja u.þ.b. 25.000 blóm og fljúga alls um 115 km.
Sabine Bernholt og Úlfur Óskarsson búa í Hveragerði og hafa stundað býflugnarækt síðan 2012. Á Íslandi eru 130 býflugnaræktendur með samtals 230 býflugabú.
Úlfur við öllu búinn – við býflugnabúin.
Íslenskt hunang er ekki til í miklu magni og þykir herramannsmatur.
Hunangið geymist í mörg ár á þurrum stað og þarf ekki að vera í kæliskáp.
Hunangið er nefnt eftir húsinu Fífilbrekku þar sem Sabine og Úlfur bjuggu eitt sinn. Það er fyrir ofan Hveragerði og var byggt sem sumarhús fyrir stjórnmálamanninn Jónas Jónsson frá Hriflu árið 1939.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði