Íslenska kokkalandsliðið með bronsverðlaunin um hálsinn. Myndir / Ísl. kokkalandsliðið
Deila þessari síðu
Share Post
Íslenska kokkalandsliðið náði þriðja sæti á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir voru í Stuttgart í Þýskalandi fyrstu vikuna í febrúar. Úrslitin voru tilkynnt á lokahátíð leikanna við mikinn fögnuð. Þetta er í annað sinn sem íslenskir matreiðslumenn ná þetta góðum árangri en nú jöfnuðu þeir framúrskarandi árangur sem náðist fyrir fjórum árum þegar liðið náði þriðja sætinu.
Finnar eru ólympíumeistarar og Svisslendingar urðu í öðru sæti.
Alls tóku 55 þjóðir þátt í leikunum í ár. Snædís Xyza Mae Jónsdóttir er landsliðsþjálfari Íslands og leiddi sitt fólk að þessum frábæra árangri.
Meðal hráefnis liðsins var íslenskur þorskur og lambakjöt.
Íslenska liðið keppti í tveimur keppnisgreinum. Fyrri greinin fór fram á sunnudag, „Chef´s table“, tólf manna borð með 11 rétta matseðli þar sem liðið hlaut gullverðlaun. Seinni greinin fólst í því að útbúa þriggja rétta matseðil fyrir ríflega 100 manns.
Liðið stóð sig mjög vel í báðum keppnisgreinunum og hlaut gulleinkunn fyrir þær báðar. Það þýðir að liðið skilaði meira en 91 stigi af 100 mögulegum. Niðurstöður dómara voru birtar á lokadegi en þá eru samanlögð stig fyrir báðar greinarnar lagðar saman og allar keppnisþjóðirnar bornar saman.
Síðustu ár hefur íslenska kokkalandsliðið náð mjög góðum árangri bæði á heimsmeistaramótinu og á Ólympíuleikunum. Það er afrakstur markvissrar vinnu til fjölda ára og metnaðs, bæði hjá Klúbbi matreiðslumeistara, liðsfólki og stuðningsaðilum landsliðsins.
Þessi síða notar vafrakökur. Nánari upplýsingar er að finna í persónuverndarstefnu okkar.ÉG SKILHAFNA
Privacy & Cookies Policy
Privacy Overview
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.