Deila þessari síðu
Um áramót taka í gildi verðbreytingar á grænmetiskössum Matlands. Verð þeirra hefur verið óbreytt frá upphafi en þeir hækka nú í takti við almennar verðlagsbreytingar og hækkanir hjá birgjum.
Verð fyrir áskrift verður 4.995 kr. pr. kassa og stakir kassar munu kosta 5.260 krónur. Flutningsgjöld taka ekki breytingum núna um áramót.
Fyrsti grænmetiskassi nýs árs verður afhentur fimmtudaginn 4. janúar á höfuðborgarsvæðinu og föstudaginn 5. janúar á dreifingarstöðum á landsbyggðinni.
Innihald í grænmetiskassa #1 er eftirfarandi:
- Rósasalat frá Hveratúni, 1 haus
- Tómatar frá Friðheimum, 500 g
- Agúrka frá Gufuhlíð, 1 stk.
- Gulrætur frá Flúðajörfa á Flúðum, 500 g
- Grand salat frá Hveratúni, 1 haus
- Rófa frá Þórisholti, 1 stk.
- Grænkál frá Garðyrkjustöð Sigrúnar, 150 g.
- Mildur eldpipar frá Heiðmörk, 70 g
- Sveppir frá Flúðasveppum, 250 g askja
- Rauðar kartöflur úr Þykkvabænum, 1 kg
Nánari upplýsingar um grænmetiskassa Matlands má lesa hér undir. Þar er líka hægt að gerast áskrifandi eða kaupa staka kassa.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði