Matland lætur ekki sitt eftir liggja í jólamánuðinum og býður upp á margskonar góðgæti. Árstíðarbundnar vörur eins og hangikjöt og jólasíld er gaman að snæða. Eitthvað alveg sérstakt og spari. Við afhendum vörur alla daga á aðventunni. Um að gera að skoða úrvalið og velja hvað hentar þér.
Photo by Art Bicnick.
Við settum saman tvær gerðir af jólakössum þar sem er brot af því besta. Tilvaldir sem gjafir eða til að koma sér upp góðum birgðum í ísskápnum fyrir hátíðarnar.
Pylsumeistarinn útvegar vinsælu Ballerone-skinkuna, sveitapaté með camembert-osti og einiberjapylsu sem unnin er úr kjöti af frjálsu grísunum á Hlemmiskeiði. Laxinn kemur frá Hnýfli í Eyjafirði, sultur, sósur og reyktir ostar frá Völlum í Svarfaðardal og kaffi frá Kaffibrugghúsinu.
Kassarnir okkar heita „Brandajól“ og „Litlujól“ og eru eins og nöfnin gefa til kynna af tveimur stærðum.
Síldin frá Djúpavogi er sérlega vinsæl á Matlandi.
Síldin frá Ósnesi á Djúpavogi hefur notið mikilla vinsælda. Við erum með tvær tegundir á boðstólum; marineraða síld og kryddsíld. Afhendum á þriðjudögum fram að jólum.
Hangikjötið kemur frá Fjallalambi í ár. Hólsfjallahangikjötið hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt enda mjög vinsælt. Bjóðum upp á úrbeinað lamb í rúllum og líka kjöt af sauðum. Þau sem vilja heil læri á beini fá þau að sjálfsögðu. Matland mælir með að hengja lærin upp á svölum stað og fá sér flís með piparrótarsósu frá Völlum endrum og eins á aðventunni. Sjóða síðan lærið á sjálfan aðfangadagsmorgun til að jafna út skötulyktina frá Þorláksmessu.
Hasselback-kartöflur frá Seljavöllum. Afbrigðið Helga, skorin í tvennt og skornar þunnar rákir í kartöfluna.
Vinir okkar á Seljavöllum í Hornafirði sjá viðskiptavinum fyrir góðum kartöflum. Stórar Helgur henta vel með jólamatnum, annað hvort bakaðar eða sem Hasselback.
Laxinn frá Hnýfli í Eyjafirði hefur slegið rækilega í gegn. Heil og hálf taðreykt flök og graflax sem er ekki af þessum heimi. Allur lax sem er í boði á Matlandi kemur úr landeldi í Öxarfirði.
Bjarni á Völlum galdrar fram kræsingar eins og honum einum er lagið. Mynd / Margrét Þóra
Sælkerabændurnir Bjarni og Hrafnhildur á Völlum í Svarfaðardal sjá okkur fyrir reyktum ostum, sultum og sósum í jólakassana í ár.
Sem fyrr er nóg af kjöti í boði á Matlandi. Það er lítið eftir af hátíðarsteikum í hreindýrinu en allir ættu að geta fengið hreindýrahakk sem vilja. Minnum á góðu hreindýrabolluuppskriftir Nönnu Rögnvaldar.
Hátíðarkaffið á Matlandi kemur úr fórum Sönju Bjarkar Grant hjá Kaffibrugghúsinu. Hvað er betra en góður kaffiilmur á jólum?
Vert er að minna á að „Grænmetisgjafabréfin“ en þau sem fá þau í jólapakkanum geta leyst út grænmetiskassa hvenær sem er ásamt heimsendingu. Holl, nytsamleg og frumleg jólagjöf.
Þessi síða notar vafrakökur. Nánari upplýsingar er að finna í persónuverndarstefnu okkar.ÉG SKILHAFNA
Privacy & Cookies Policy
Privacy Overview
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.