Deila þessari síðu
Frederik Kopsch er áhugakokkur sem býr í Lundi í Svíþjóð og heldur úti Facebook-síðunni „Sænski kokkurinn“. Þar birtir hann fjölda ljúffengra uppskrifta og þar á meðal þessa þar sem bláber eru í aðalhlutverki.
„Í þetta skiptið gerði ég bláberjaböku. Þessi uppskrift er orðin uppáhalds bökuuppskriftin mín. Það eru svo margir ávextir og ber sem maður getur notað.“
Hráefni
- 200 g bláber
- 2 dl hveiti (deigið) + 2 msk hveiti
- 1 tsk salt
- 75 g smjör
- Kalt vatn
- 1 dl sykur
Aðferð
Búið til bökudeig úr 2 desilítrum af hveiti, 1 tsk af salti, 75 grömm af smjöri og smá köldu vatni.
Saxið smjörið í hveitið. Reyndu að nota ekki fingurna. Þegar búið er að saxa skaltu hella smá vatni yfir svo deigið verði stíft. Látið standa í ísskápnum í nokkra klukkutíma.
Fletjið deigið út og setjið í bökuform.
Blandið einum desilítra af sykri saman við tvær matskeiðar af hveiti. Setjið helminginn af sykrinum í bökubotninn og fyllið með bláberjum. Bætið restinni af sykrinum út í.
Bakið í ofni við 200°C í um 40 mínútur.