Deila þessari síðu
Hvolfkökur eru langt frá því að vera nýjar af nálinni. Þær er jafnvel hægt að rekja aftur til miðalda, þ.e. kökur sem bakaðar voru á hvolfi og síðan snúið við til að sýna margskonar listaverk sem var búið að raða í botninn. Yfirleitt var notast við ávexti eins og epli og kirsuber.
Ananas-hvolfkaka varð gríðarlega vinsæl í Bandaríkjunum upp úr 1920 þegar fyrirtækið Dole hóf framleiðslu á ananas í dósum. Árið 1925 var haldin keppni af fyrirtækinu og óskað eftir uppskriftum með ananas. Sagt var að yfir 2.500 af 60.000 uppskriftum sem sendar voru inn hafi verið uppskriftir af ananashvolfköku. Eftir það ákváð markaðsfólkið hjá Dole að birta uppskriftirnar í auglýsingum og vinsældir ananashvolfkökunnar urðu sem aldrei fyrr. Uppskriftir birtust í fjölda tímarita í kjölfarið.
Hægt er að nota ýmislegt í staðinn fyrir ananas, eiginlega flest allt sem hugurinn girnist. Ég hef gert allskyns útgáfur og allar þeirra hafa verið góðar. Ég ákvað að búa til eina í tilefni að sumardeginum fyrsta og hafa hana svoldið ferska og sumarlega.
Innihald
- 60 g púðursykur
- 60 g smjörlíki
Þeytið vel saman þar til létt og ljóst og smyrjið jafnt í botninn á smurðu og smjörpappírsklæddu formi. Mitt form var 23 cm.
Blandið saman í hrærivélaskál eftirfarandi:
- 120 g smjörlíki
- 120 g hveiti
- 100 g sykur
- 3 egg
- 1 ½ tsk lyftiduft
- 2 tsk vanilludropar
- 3-4 msk sítrónusafi
- Rifinn börkur af 4-5 manadarínum, eða börkur af 1 appelsínu.
- 4-5 mandarínur (4 dugðu mér)
Blandið öllu saman þar til deigið er létt í sér.
Raðið þarnæst mandarínusneiðum í botninn ofan á þeytta smjörið og sykurinn.
Hellið svo deiginu yfir og dreifið jafnt.
Hellið svo deiginu yfir og dreifið jafnt.
Setjið inn í heitan ofninn á 180°C í um það vil 20 mín, eða þar til pinni kemur hreinn út ef stungið er í kökuna.
Best er að losa um á meðan kakan er heit og hvolfa yfir á fallegan disk.
Ég gerði smá glassúrkrem og dreypti létt yfir en því má alveg sleppa ef fólk vill.
Glassúr
- 2 matskeiðar flórsykur
- 2 tsk Lemon og Limesulta frá St. Dalfour
- 1 msk sítrónusafi
- Nokkrir dropar gulur matarlitur (má sleppa).
Hræra saman og dreifa óreglulega yfir kökuna.
Berið fram með þeyttum rjóma. Ef kakan er volg er upplagt að hafa með vanilluís.