Deila þessari síðu
Ég var svo heppin að fá að prófa Angus nautasnitselið frá Stóra-Ármóti og það var bara með því betra kjöti sem ég hef fengið í langan tíma. Mig langaði að prófa að gera eitthvað annað með snitselið heldur en þetta dæmigerða í raspi. Og ég sá ekki eftir því. Þessi uppskrift er kannski sterk fyrir einhverja, þá er um að gera að fikra sig bara áfram með chili-piparinn eða minnka magnið. Við á heimilinu keppumst um að hafa sem sterkast á bragðið

Þessi uppskrift er nokkuð stór og myndi vel duga fyrir sex svanga munna með meðlæti. En það er ekkert mál að helminga hana. Svo er líka æðislegt að nota afgangana daginn eftir í taco eða tortilla-pönnukökur. Þá er hægt að útbúa burrítós með fyllingunni og eiga í frysti tilbúið til að skella örbylgjuofninn þegar hungrið yfirtekur mann eða tíminn af skornum skammti.
Nautasnitsel af 100% Angus frá Stóra-Ármóti
2.434 kr. – 2.505 kr.Kjöt í kassa – 5 pk. hakk (500 g), 5 hamborgarar, 2 pk. snitsel og 2 pk. gúllas
Original price was: 19.170 kr..17.970 kr.Current price is: 17.970 kr..Vikupakkinn- 1 pk. hakk (500 g), 5 hamborgarar + 5 brauð, 1 pk. snitsel og 1 pk. gúllas
9.375 kr.
Uppskrift
- 1 kg nauta snitsel
- 2 paprikur (skar í strimla)
- 1-2 rauðir chili (fer eftir hversu sterkt þið viljið hafa þetta, ég notaði tvo stóra með fræjum, þar sem fjölskyldan mín er haldin ákveðinni sjálfspyntingarhvöt þegar kemur að krydduðum mat)
- 1 góður púrrulaukur (skar hann í strimla)
- 1 rauðlaukur (skar hann í sneiðar)
- 1 gulur laukur (skar hann í teninga)
- Um 300 g brokkólí (skar í mátulega munnbita)
- Um 300 g gulrætur (ég skar bæði í strimla og þunnar sneiðar, bara að passa að hafa ekki of þykkt svo allt eldist jafnt)
- 3 pakkar Spicy Garlic Stir Fry Sauce (Lee Kum kee, fæst í Krónunni)
- 2-3 msk chili-sulta
- 1/2 dl vatn
- safi úr 1/2 límónu
- Ítölsk kryddblanda frá Pottagöldrum
- Salt og pipar eftir smekk
Aðferð
Byrjið á að skera brokkólíið í bita og látið sjóða í létt söltuðu vatni í um 5 mínútur. Á ekki að verða alveg fulleldað. Snögg kælið og geymið til hliðar.

Skerið grænmetið niður eins og ég lýsti í uppskriftinni (eða eins og þið viljið hafa það, smekksatriði).

Byrjið á að steikja rauðlaukinn, gula laukinn og gulræturnar í nokkrar mínútur. Setjið svo chilli og brokkólíið saman við og endið á púrrulauknum. Kryddið aðeins með salt og pipar. Takið af pönnunni og færið yfir í pott ef pannan er ekki snógu stór, annars bara geyma til hliðar.

Skerið nautasnitselið í þunna strimla, ca 1/2 cm á þykkt. Steikið á heitri pönnu með smá olíu og smjörklípu salt, pipar og ítalskri kryddblöndu. Það tekur enga stund að steikjast, bara létt brúna það. Blandið grænmetinu saman við annað í potti eða á pönnunni. Setjið sósuna saman við ásamt vatninu og límónusafanum. Leyfið að malla saman í um 5 mínútur og hrærið í nokkrum sinnum á meðan og smakkið til með kryddinu.

Berið fram með hrísgrjónum eða núðlum og góðu brauði.
Nýjar vörur á Matlandi
Grænmetiskassi #11
5.600 kr.Fiskur í áskrift
Frá: 1.785 kr. / á mánuði