Deila þessari síðu
Það er augljóslega glatt á hjalla þegar steggjaveisla á sér stað. Og stemningin verður hreint ekkert verri við að fá grillmat í hæsta gæðaflokki – en um er að ræða 10 manna grillpakka frá Matlandi með pylsum, hamborgurum og nautakjöti fyrir grillpinna. Við félagarnir og Margrét vinkona okkar auðvitað, getum hæglega mælt með þessum pakka í samkvæmið, væri fullkomið fyrir bústaðarferðir eða Eurovision-partý svo dæmi séu tekin.
Við vorum ekki með neina stæla þegar kom að hamborgurunum, þetta eru þétt kvikindi, um 140 grömm, sem við krydduðum vel með Season All eins og Íslendinga er siður. Grillað í medium-rare, nett bleikt kjöt inn í.
-
Grillpakki #1 – Hamborgarar, nautakjöt og pylsur13.490 kr.
-
Pylsur frá Pylsumeistaranum884 kr. – 1.530 kr.
Pylsur voru ferns konar, þýsk bratwurst, kryddmedisterpylsur með basil, chorizo-steikarpylsa og vínarpylsur.
Þarna notaði ég trikk sem ég lærði í Þýskalandi sem er að skera rákir í pylsurnar til að ná fram meira af Maillard-áhrifum í eldunina, þessi sykraða áferð af grilluðu kjöti sem er þá í hverjum einasta bita.
Grillpinnar voru gerðir úr nautagúllasi sem var marinerað í Caj-P grillolíu og allt grænmeti saltað vel með íslensku flögusalti frá Saltverki.
Við vorum líka að vinna með karrýtómatsósu sem er vinsæl í Berlín, í þjóðarréttinum Currywurst. Þá sósu er ekkert mál að gera heima. Sem meðlæti var boðið upp á kartöflusalat, sem er einfalt og gómsætt.
Kartöflusalat fyrir 8-10
- 1-1,5 kg soðnar kartöflur
- 1 blaðlaukur
- 1 krukka capers
- 4 msk majónes
- 4 msk grísk jógúrt
- 1 msk Dijon-sinnep
- Salt og pipar
- Ferskar kryddjurtir í lokin, t.d. graslaukur eða dill.
Aðferð
Sjóða kartöflur og skræla, skera í bita, láta kólna. Salta og pipra vel.
Blanda öllu saman.
Karrýtómatsósa – „Currywurst“
- 2 hvítlauksrif
- 1 chilipipar
- 1-2 msk hlutlaus olía
- 2-3 bollar Heinz-tómatsósa
- 2-3 msk af góðu karrýdufti, t.d. frá Pottagöldrum
Aðferð
Hitið olíuna í potti. Saxið hvítlauk og chili smátt og setjið út í, þið viljið hita vel, láta olíuna taka í sig bragðið af hvítlauknum og chili-inu án þess að brenna. Rétt áður en hvítlaukurinn fer að taka á sig lit, bætið tómatsósu ofan í og jafnvel smá dassi af vatni. Leyfið hitanum að koma upp og bætið því næst karrýduftinu út í og hrærið vel. Smakkið til og saltið og piprið eftir smekk, en athugið að tómatsósa er venjulega sölt fyrir.
-
Grillpakki #1 – Hamborgarar, nautakjöt og pylsur13.490 kr.
-
Blóðbergssalt frá Saltverki1.345 kr.
-
Pylsur frá Pylsumeistaranum884 kr. – 1.530 kr.