Deila þessari síðu
Þessi fiskisúpa, sem kallast „Cullen skink“, á uppruna sinn að rekja til Skotlands. Hún er með þeim allra einföldustu fiskisúpum sem ég veit um. Hún inniheldur ekki mörg hráefni en er samt sem áður einstaklega góð, matar- og næringarrík. Ekki skemmir fyrir að í hana er notuð reykt ýsa, sem gefur henni sérstaklega gott og öðruvísi bragð sem er fyllilega þess virði að prófa.
„Skink“ er skoskt orð fyrir sköflung, hnúa eða nautakjöt, en orðið hefur þróast í aðra merkingu yfir súpu og soð í Skotlandi.
Súpan er upprunalega kennd við bæinn Cullen í Moray sem er á norðausturströnd Skotlands. Hún er oft borin fram sem forréttur á formlegum skoskum kvöldverði en er líka oft snædd sem hversdagsréttur í norðausturhluta Skotlands. Uppskriftir fyrir Cullen skink eru með nokkrum smávægilegum afbrigðum, svo sem notkun á mjólk í staðinn fyrir vatn eða að bæta við rjóma. Önnur afbrigði eru meðal annars að stappa kartöflurnar til að gera súpuna þykkari. Cullen skink var venjulega borin fram með brauði. Súpan er mjög vinsæl og slagar í vinsældir helsta þjóðarrétts Skota, haggis.
-
Reykt ýsa – roðlaus í bitum – 1 kg4.170 kr.
-
Grænmeti í áskrift –Frá: 4.995 kr. / á mánuði
Ég fékk svo agalega góða og flotta roðlausa reykta ýsu frá Hnýfli og var ekki lengi að grípa tækifærið og henda í þessa súpu. Bauð nokkrum í mat til að smakka og það var ekki afgangur til að fylla í eina teskeið eftir matinn! Allir saddir og sælir, enda jafnast ekkert á við góða matarmikla súpu á köldu vetrarkvöldi.
Hráefni fyrir 4-5
- 350 g reykt ýsa, roðlaus
- 350 ml vatn
- 300 ml mjólk
- 100 ml rjómi
- 1 – 1 ½ msk smjör
- 1 stór gulur laukur (skorinn í grófa teninga)
- ½ stór eða 1 lítill blaðlaukur (skorinn gróft)
- 500 g kartöflur (skrældar og skornar í um 1 cm teninga)
- 2 lárviðarlauf (má sleppa)
- Búnt af ferskum graslauk eða steinselju (smátt skorið)
- Salt og pipar eftir smekk
Aðferð
Byrjið á að skera grænmetið.
Mýkið laukinn ásamt blaðlauknum í smjörinu í rúmgóðum potti í nokkrar mínútur en alls ekki láta brúnast.
Bætið þar næst kartöflunum við og hrærið saman í um 2-3 mín. Bætið þar næst vatninu saman við og látið malla á rólegum hita með loki í um 15 mínútur.
Á meðan mallar, setjið þá fiskinn í annan minni pott ásamt lárviðarlaufum, rjóma og mjólk. Hitið upp að suðu og lækkið niður og látið sjóða í um 5 mínútur eða þar til fiskurinn er orðinn vel mjúkur viðkomu. Alls ekki láta bullsjóða.
Takið pottinn með fisknum af, og rétt brjótið fiskinn niður með sleif í um það bil bita stærðir, alls ekki of mikið.
Þegar kartöflurnar eru orðnar tilbúnar, hellið þá fisknum ásamt mjólkursoðinu saman við kartöflurnar og laukinn og hrærið varlega saman. Setjið lokið á og leyfið að sjóða rólega í svona 5 mín.
Á meðan, saxið niður graslaukinn eða steinselju og hrærið varlega saman við súpuna og leyfið að malla með í svona 2-3 mín.
Smakkið og bragðbætið með salt og pipar ef þið viljið.
-
Taðreyktur lax – heilt eða hálft flak4.790 kr. – 9.340 kr.
-
Hrossabjúgu frá Hellu – 2 stk.4.210 kr.
-
Reykt ýsa – roðlaus í bitum – 1 kg4.170 kr.
-
Léttsaltaðar gellur3.730 kr.