Deila þessari síðu
Það er fátt betra en heimagerðar fiskibollur – og hvað þá á bolludaginn! Ég átti til reykta ýsu og þorsk og ákvað að prófa að hakka það saman og gera fiskibollur. Þær komu líka svona ljómandi vel út. Bragðmiklar og mjúkar undir tönn og gott að bera fram með brúnni lauksósu, laukfeiti eða smjöri og jafnvel karrýsósu ef mann lystir. Ekki skemmir að hafa heimagert rúgbrauð með (sjá uppskrift hér).
-
Reykt ýsa – roðlaus í bitum – 1 kg4.170 kr.
-
Grænmeti í áskrift –Frá: 4.995 kr. / á mánuði
Fiskibollur Laufeyjar – Hráefni
- 500 g reykt ýsa
- 700 g þorskur eða ýsa
- 250 gr hveiti
- 4 kúfaðar msk kartöflumjöl
- 2 egg
- 2 dl mjólk
- 1 góður gulur laukur
- 2 tsk gróft Dijon sinnep
- 1 tsk Creola-krydd frá Pottagöldrum
- 2 tsk Aromat
- 2 tsk karrýduft
- Gott búnt saxaður graslaukur
- Salt og pipar eftir smekk
Aðferð
Hakkið fiskinn og laukinn saman í hakkavél og plandið öllum hráefnunum saman með höndunum eða með sleif þar til verður gott fars úr því.
Gerið bollur með matskeið og steikið á miðlungshita upp úr smjöri þar til þær taka fallegan lit báðum megin.
Raðið bollunum á ofnplötu og setjið inn í 150 gráðu heitan ofn og klárið að elda þær í um 10-15 mínútur.
Berið fram með því meðlæti sem ykkur lystir. Ég var með brúna lauksósu og kartöflur og það passaði ljómandi vel við bollurnar.
-
Hrossabjúgu frá Hellu – 2 stk.4.210 kr.
-
Reykt ýsa – roðlaus í bitum – 1 kg4.170 kr.
-
Flögusalt frá Saltverki1.295 kr.
-
Léttsaltaðar gellur3.730 kr.