Laufey Rós Hallsdóttir er menntaður matartæknir og er eigandi Sjoppunnar á Eskifirði þar sem hún býður upp á ekta heitan heimilismat í hádeginu. Hún hefur líka séð um veislur, unnið á veitingastaðnum Randúlffsjóhúsi og útbúið landsfrægar brauðtertur og nýbökuð brauð. Áður starfaði Laufey m.a. sem matráður á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði. Þar var heimilisfólk með sannkallaða matarást á Laufeyju en hún hefur í gegnum tíðina verið dugleg að taka myndir og segja frá sínu starfi á samfélagsmiðlum. Hún leggur áherslu á að vinna matinn frá grunni og nýta vel það hráefni sem hún er með hverju sinni.
Laufey er alin upp við hefðbundinn heimilismat og vill að einfaldleikinn fái að njóta sín - ekki síst til að stuðla að minni matarsóun.
Ég var svo heppin að fá að prófa Angus nautasnitselið frá Stóra-Ármóti og það var bara með því betra kjöti sem ég hef fengið í langan tíma. Mig langaði að…
Ég fékk þá skyndihugdettu í vinnunni um daginn, eftir að hafa keypt mér þessi fínu formkökubrauð í Hagkaup, að prófa eitthvað alveg nýtt sem ég hafði ekki smakkað áður. Úr…
Það er aldrei nóg til af fiskréttum, enda varla hægt að borða of mikið af þessu gæða próteini sem við höfum aðgang að hér á Íslandi. Þessi réttur kom upp…
Hver kannast ekki við að hafa soðið of mikið af kartöflum með matnum? Ég þekki það alltof vel og oftar en ekki sitja 2-5 kartöflur eftir í pottinum sem fæstir…
Hvolfkökur eru langt frá því að vera nýjar af nálinni. Þær er jafnvel hægt að rekja aftur til miðalda, þ.e. kökur sem bakaðar voru á hvolfi og síðan snúið við…
Lúða þekkist undir nokkrum nöfnum eins og flyðra, heilagfiskur, spraka eða stórlúða og þykir herramannsmatur. Smálúða er unglúða sem er á aldrinum 2-5 ára og fæst stundum í fiskbúðum. Sjómönnum…
Þessi fiskisúpa, sem kallast „Cullen skink“, á uppruna sinn að rekja til Skotlands. Hún er með þeim allra einföldustu fiskisúpum sem ég veit um. Hún inniheldur ekki mörg hráefni…
Lambalærissneiðar eru algjör herramannsmatur og hægt að útbúa á marga vegu, steiktar, grillaðar, í raspi og pottrétti svo eitthvað sé nefnt. Þær eru fínasta tilbreyting frá hinu hefðbundna heileldaða lambalæri.…
Það þrá allir ferskan fisk eftir stórhátíðir. Hér er nokkuð stór uppskrift sem ágætt er að helminga fyrir minni skammt. Þennan fiskrétt hef ég gert tvisvar sinnum í vinnunni og…
Þessi síða notar vafrakökur. Nánari upplýsingar er að finna í persónuverndarstefnu okkar.ÉG SKILHAFNA
Privacy & Cookies Policy
Privacy Overview
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.