Deila þessari síðu
Hver kannast ekki við að hafa soðið of mikið af kartöflum með matnum? Ég þekki það alltof vel og oftar en ekki sitja 2-5 kartöflur eftir í pottinum sem fæstir hafa svo lyst á daginn eftir, ef maður gerist svo hagsýn á að geyma þær. Ég reyndar er orðin nokkuð lunkin við að nýta flestalla afganga sem hægt er að nýta og ákvað í þetta sinn að gera uppskrift af brauði og nota afgangs kartöflurnar í.
Kartöflubrauð eru svo sem ekkert ný á nálinni en það má alltaf breyta og bæta við úrvalið af uppskriftum. Þetta brauð vakti svo mikla lukku hjá okkur fjölskyldunni og börnin hrósuðu því í hástert. Brauðið kláraðist innan sólahrings og strax búið að biðja mömmuna að baka það aftur sem fyrst!
-
Hornfirskar kartöflur – Helga – 5 kg2.540 kr.
-
Grillpakki #1 – Hamborgarar, nautakjöt og pylsur13.490 kr.
Dúnamjúkt kartöflubrauð Laufeyjar
Hráefni
- 4-5 soðnar og kaldar kartöflur stappaðar (um 250-300 g)
- 600 g hveiti (og aukalega til að hnoða upp með)
- 4 tsk þurrger
- 2 tsk salt
- 2 msk sykur
- 1 ½ dl rifinn ostur
- 3 msk olía
- 3 tsk sterkt pizzakrydd frá Pottagöldrum
- 2 tsk ítölsk hvítlauksblanda frá Pottagöldrum
- 3 dl volgt vatn
Aðferð
Allt hnoðað vel saman, deigið er svolítið blautt en það er allt í lagi. Ef ykkur finnst það of blautt þá er allt í lagi að bæta við hveiti. Stundum er hveitið misjafnt eftir tegund og þá þarf að bæta við eða minnka magnið.
Látið hefast í um 30 mínútur með rökum klút eða plastfilmu yfir skálinni.
Hnoðið örlítið upp í deiginu með smá hveiti á borðinu og myndið stóra kúlu og færið yfir á pappírsklædda ofnplötu.
Stráið smá hveiti yfir.
Það er fallegt að skera eins og tvær rendur ofan á. Látið standa í um það bil 20 mínútur í viðbót.
Setjið brauðið inn í heitan ofn við 180-190°C og bakið í 25-30 mín.
Látið kólna aðeins á grind áður en það er skorið. Þetta brauð er æðislegt eitt og sér með smjöri og góðu áleggi. Alveg fullkomið sem matbrauð með góðri súpu og pottréttum.
-
Grænmeti í áskrift –Frá: 4.995 kr. / á mánuði