Deila þessari síðu
Það er einfalt og fljótlegt að útbúa eigið rauðkál. Nanna Rögnvaldardóttir á góða uppskrift sem birtist í bókinni Jólahefðir frá árinu 2005.

-
Grænmeti í áskrift –Frá: 5.320 kr. / á mánuði
Hráefni
1 rauðkálshaus (um 800 g)
1 grænt epli (má sleppa)
1 rauðlaukur
2 msk olía
100 g rifsberjahlaup
3 msk rauðvínsedik
2-3 msk sykur (eftir smekk)
pipar og salt
Aðferð
Rauðkálið er skorið í ræmur og rauðlaukurinn saxaður smátt.

Eplið flysjað, kjarnhreinsað og skorið í bita. Olían hituð í potti og rauðlaukurinn látinn krauma við vægan hita í smá stund.

Rauðkálinu og eplunum bætt út í. Síðan rifberjahlaupi og ediki, ásamt 2-3 msk af sykri og dálitlu af pipar og salti.
Hrærið vel í pottinum og látið malla í 25-30 mínútur eða þar til rauðkálið er orðið meyrt.

Smakkað og bragðbætt með sykri, pipar og salti eftir smekk.
/Uppskrift í bókinni Jólahefðir eftir Nönnu Rögnvaldardóttur.

-
Hornfirskar kartöflur – Helga – 5 kg2.540 kr.
-
Lífrænn lambahryggur frá Sölvanesi7.705 kr. – 10.138 kr.
-
Product on saleTaðreyktur lax – hálft flakOriginal price was: 4.790 kr..4.310 kr.Current price is: 4.310 kr..
-
Bökunarkartöflur – Helga – 5 kg2.540 kr.
-
Grænmeti í áskrift –Frá: 5.320 kr. / á mánuði