Deila þessari síðu
Ég ákvað að gera fíflasíróp þetta árið en ég hef gert það einu sinni áður. Setti skreyttar flöskur með sírópi í gjafakörfur um jólin sem vakti mikla lukku líkt og sírópið sjálft. Fíflasíróp er stundum kallað „vegan hunang“ en það er hægt að nota í flest allt í stað hefðbundins hunangs og hlynsíróps og líka í bakstur.
Í kaupbæti fær maður ágætis útiveru við að týna fíflana, sem er nú ekki verra og gaman að fá börnin með að tína blóm. Ég fiktaði aðeins við uppskriftina í þetta sinn og skipti sírópinu í tvo potta, einn með venjulegu og hinn skammtinn bætti ég viskíi út í. Það kom vel út.
Þegar ég setti á flöskur þá setti ég ferskar kryddjurtir ofan í, einn skammtur með myntulaufum, einn með timían og einn með rósmaríni. Leyfði þessu að marinerast í um mánuð og veiddi það svo upp úr og lokaði fyrir aftur. En hér undir er upprunalega uppskriftin.
-
Reykt ýsa – roðlaus í bitum – 1 kg4.170 kr.
Fíflasíróp – uppskrift
Um 300 g fíflablóm (bara blómið sjálft, enginn stilkur)
1 líter vatn
1 kg sykur
1 ½ sítróna
(Ef menn vilja fara viskíleiðina þá er passlegt að nota 1/2 pela eða 10 cl. Gott að smakka til eftir smekk hvers og eins.)
Þegar farið er að tína fíflana er mikilvægt að notast við taupoka eða jafnvel gamalt koddaver en alls ekki plastpoka.
Það getur verið gott að vera í hönskum þar sem maður getur orðið ansi gulur á puttunum.
Best er að fara í sól því þá eru blómin opin og auðvitað reynir maður að velja falleg blóm í pokann sinn.
Þegar heim er komið er ágætt að skola blómin aðeins. Setjið í pott með vatninu og sítrónunni sem á að vera skorin í 3-4 bita og látið suðuna koma upp. Leyfið að sjóða í svona 10 mínútur á vægum hita. Slökkvið svo undir og látið standa í pottinum með loki á yfir nótt eða í um 12 tíma.
Því næst þarf að sigta safann vel frá (kreista úr blómunum og sítrónunni), gott að nota grisju eða kaffipoka til að ná honum sem tærustum.
Setjið svo í pott ásamt sykrinum og sjóðið saman í um það bil klukkutíma.
Passið að það þarf að fleyta froðunni af reglulega, því annars verður sírópið gruggugt.
Að þessu loknu er sírópinu hellt í hreinar flöskur eða krukkur.
Ef vandað er til verka þá geymist sírópið nánast endalaust, því sykurinn er auðvitað frábært rotvarnarefni.
-
Grænmeti í áskriftFrá: 4.995 kr. / á mánuði
-
Hrossabjúgu frá Hellu – 2 stk.4.210 kr.
-
Laxasteikur – lausfrystir laxabitar úr landeldi4.460 kr.