Deila þessari síðu
Reykta ýsu er hægt að matreiða á marga vegu. Hér eru uppskrift fyrir 2-3 einstaklinga þar sem meðlætið er linsubaunir og spínat með hollenskri sósu.
Hráefni fyrir 2-3
400-500 g reykt ýsa
250 ml mjólk
pipar
Linsur með spínati
- 200 ml puy-linsur
- 1/2 rauðlaukur, saxaður
- 1 sellerístöngull, saxaður
- 1 lárviðarlauf
- 1 timjankvistur
- 1 tsk grænmetiskraftur
- pipar
- salt
- væn lófafylli af spínati
Hollensk sósa
- 110 g smjör
- 2 eggjarauður
- 1 vorlaukur, græni og ljósgræni hlutinn, (eða nokkur graslauksstrá)
- 1 sítrónubátur
- pipar
- salt
Byrjaðu á að elda linsubaunirnar: settu allt nema spínatið í pott, helltu köldu vatni yfir og sjóddu við vægan hita í 20-25 mínútur, eða þar til baunirnar eru meyrar.
Þá er það hollenska sósan: Bræddu smjörið við mjög vægan hita. Settu eggjarauðurnar í matvinnsluvél eða blandara ásamt vorlauk, pipar og salti, og þeyttu allt vel saman. Helltu svo bráðnu, sjóðheitu smjörinu smátt og smátt út í og láttu vélina ganga á meðan. Kreistu að lokum safann úr sítrónubátnum út í á meðan vélin gengur, smakkaðu og bættu við ögn af pipar og salti. Helltu sósunni svo aftur í smjörpottinn ef þarf og velgdu hana aðeins (en hún má alls ekki nálgast það að sjóða og það þarf að hræra stöðugt). – Ef sósan verður of þykk má þynna hana annaðhvort með ögn af mjólkinni sem ýsan er soðin í eða svolitlu af linsubaunasoðinu.
Hitaðu mjólkina með ögn af pipar, settu fiskinn út í og láttu hann malla í svona 5 mínútur.
Helltu baununum í sigti og láttu renna af þeim, settu þær aftur í pottinn og blandaðu spínatinu vel saman við. Settu linsu- og spínatblönduna svo á fat og fiskinn ofan á.
-
Reykt ýsa – roðlaus í bitum – 1 kg4.170 kr.
-
Kofareyktur lax – heilt eða hálft flak4.080 kr. – 7.580 kr.