Skip to content Skip to sidebar Skip to footer

Matur & drykkur

Hrognabrækur á danska vísu
Fyrir rétt rúmum áratug kynntist ég hrognunum aftur, þá á klassískum smörrebrauðsveitingastað í miðborg Kaupmannahafnar. Ég var vön þeim frá barnæsku sem kvöldmat, soðnum og bornum fram með smjöri, kartöflum og fiski. Algert lostæti.Í dag bíð ég alltaf í eftirvæntingu eftir janúar – en þá er jólatörnin búin með sínu mikla kjötáti og ferskt…
Gamaldags hveitikökur – bæði hversdags og til hátíðarbrigða
Gamaldags hveitikökur þekkja margir sem vestfirskar hveitikökur. Þær eru borðaðar bæði hversdags og til hátíðarbrigða en mörgum þykja þær ómissandi yfir jólin. Áður fyrr voru þær bakaðar eða steiktar á hellum eins og flatkökur, en í dag notast flestir við pönnu eða pönnukökupönnu og láta bakast/ristast á þurri pönnunni.Þessar hveitikökur gerði amma alltaf reglulega.…
Heitur brauðréttur sem bragð er af
Heitir brauðréttir hafa fylgt okkur í gegnum árin í afmælum, fermingar- og brúðkaupsveislum, ættarmótum og við fleiri tilefni. Eitthvað fyrir fullorðna fólkið að gæða sér á, svona á milli sneiða af dísætum marengs-, súkkulaði- og rjómatertum sem eru alltaf í svo brjálæðislega miklu magni í kökuveislum!Ekkert að því, ég elska kökur og allir sem…
Viltu kaffi?
Hugleiðingar um kaffi; hráefnið, ferskleika þess og virðinguÞegar við heyrum orðið „KAFFI“ erum við öll með okkar eigin skilgreiningar á því. Kaffi er eitt af þessum umræðuefnum sem við seint þreytumst á, svona svipað og veðrið. Margir hugsa um kaffi sem hráefni sem hægt er að breyta í fljótandi hressingardrykk. Aðrir hugsa um kaffi…
Lax úr landeldi í Öxarfirði unninn á gamla mátann
Matland býður nú upp á lax frá fiskverkuninni Hnýfli í Eyjafirði, bæði kofareyktan og grafinn. Laxinn er ræktaður í landeldi í Öxarfirði og verkaður á Akureyri eftir gömlum og rótgrónum aðferðum.Eldisstöðin í Öxarfirði. Myndir / Starfsfólk SamherjaFiskverkunin Hnýfill var stofnuð i desember 1995 af Davíð Kristjánssyni reykmeistara, Ingveldi Jóhannesdóttur, Þorvaldi Þórissyni og Erni Smára…
Silfur hafsins á hvers manns disk
Íslendingar hafa aldrei borðað síld í sama mæli og flestar nágrannaþjóðirnar, heldur ekki á þeim tímum þegar síldveiðar voru ein mikilvægasta atvinnugrein okkar.Eina útgáfu síldar má þó segja að við höfum tekið í fulla sátt og það er maríneraða síldin – krydduð eða ókrydduð – sem er ómissandi á jólaborðinu hjá mörgum en aðrir…
Brauðterta með rækjusalati Laufeyjar
Það hafa örugglega flestir sem búsettir eru á Íslandi gætt sér á brauðtertum í einhverri veislunni. Brauðtertan er sögð eiga uppruna sinn að rekja til Svíþjóðar þar sem hún er afar vinsæl en einnig þekkist til hennar í Finnlandi og Eystrasaltslöndunum þar sem þær eru fylltar með ýmsu gúmmelaði. En undirstaðan er yfirleitt sú sama…